Undirbúningur

Jæja Hlynur!! nú geturu hætt að hringja í mig í nóttunni og væla yfir því að þig langi svo í blog. Gjörðu svo vel minn kæri!

 

Undirbúningur ferðarinnar hefur gengið upp og ofan. Svona eins og eðlilegt er þegar ég kem við sögu. Við getum ekki farið mörgum sögum um heppni mína. Með eindæmum óheppin hnáta. Ef að e-mailið mitt krassar ekki (með ÖLLUM já ÖLLUM upplýsingum og flugferðir, staðfestingar nr og bréfum til of frá Afríku, USA og UK) Þá neitar bankinn að millifæra fyrir mig á milli landa. Farin að halda að ég verði étin af ljóni þarna úti, ef ég held áfram að storka örlögunum og þrjóskist við og fari þrátt fyrir hreinar og beinar vísbendingar um það að halda mér heima.

En á meðan það er ljón sem endar lífdaga mína en ekki eigin saur þá er ég nokkuð sátt bara.  Það er nebbla víst þannig að um 16.000 manns í Zimbabwe (þar sem við ætlum að eyða rúmum mánuði af næsta ári) sýktir af Kóleru og um 800 manns dauðir. Fyrir þá sem ekki vita þá veldur þessi veira óstjórnlegum niðurgangi sem svo dregur fólk til dauða. 

Við höfum farið í tvær heimsóknir til nýja læknisins okkar hennar Kai sem sér um það að við verðum eins og tveir útstungnir grísir yfir jólahátíðina. Ekki nema sex sprautur komnar og enn fleiri á leiðinni.  Einn skammtur af þessum yndislega kólerudrykk kominn og vangaveltur um hvora tegundina af malaríulyfjum við eigum að splæsa í hafa valdið ófáum andvökunóttum. Enda verðmunurinn hlægilega mikill. Spurning hvort að það sé ekki bara fjör að vera haldin ofskynjunum, krydda þetta aðeins.

 Gjaldeyrinn er kominn í hús, og hef ég aldrei ÁTT eða haldið á svona mörgum dollurum og pundum á minni löngu ævi.

Hugsunin um að standa á flugvellinum í kenya verður raunverulegri með hverjum deginum. Annars er þetta bara góð saga að segja og trúi ég því engan veginn sjálf að þetta sé að fara að gerast í alvöru.  

Litli ljónatemjarinn kveður í bili:)


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohhh þú ert svo heppin að vera að fara þarna út! Þið eigið eftir að skemmta ykkur bilað klikkað vel!

Þú kemur með ljónsunga or sumþeing handa mér og beibý þegar þú ákveður að koma heim :) 

berglind björk og co (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 00:06

2 identicon

Segi að þið takið dýrari malaríu lyfin, þið eruð að eyða skrilljón í þessa ferð munurinn er smotterí miðað við það :) vil síður að þið elskurnar fáið ofskynjannir og rugl í Afríku, gæti skemmt smá fyrir, en snilld að þið séuð kominn með blogg...

Gylfi hlynsa bróðir (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 01:40

3 identicon

Ég er algjörlega sammála Gylfa! Myndi taka dýrari lyfin!  En þetta hljómar ekkert smá spennandi!! (Ragnhildur, mæli ekki með því að þú spilir körfubolta við Hlyn hahaha)

En ég mun pottþétt fylgast vel með ykkur í þessu ævintýri!

Vala (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 08:53

4 identicon

Vá þetta verður ekkert smá gaman hjá ykkur, smá öfund hér en þetta er í lagi því ég veit ég myndi ekki geta verið þarna lengur en einn dag;);)

 En já sammála síðustu ræðumönnum, miklu skynsamlegra að taka dýrari lyfin, leiðinlegt ef að ferðin eyðilegst út af sparsemi á malaríulyf...

Sara Margrét (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 09:26

5 identicon

hey æði að sjá að þið eruð komin með blogg! ég mun fylgjast VEL með:) væri ekkert smá til að fara með ykkur EN....svona er þetta - þið komið bara með helling af myndum og sögum til baka af ljónunum ykkar!

svo vil ég benda ykkur á það ef þið vissuð það ekki fyrir að Antelope Park er ekki malaríusvæði:)

Victoria Falls er það hins vegar þ.a ef þið farið í ferð þangað meðan þið eruð að sjálfboðaliðast þá verðið þið að taka lyfin þar:)

una (gamli ljónatemjarinn) (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 12:19

6 identicon

NOJH

 er ragnhildur ad fara til afríku???

 helvíti líst mér vel á það. Smá afbrýðissemi í gangi hérna megin en bara af hinu góða auðvitað:))

farðu vel með þig og maður fylgist auðvitað með hérna inni á blogginu eftir fréttum*thumbs up* :D

Karen Bjorg (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 17:11

7 identicon

Geðveikt! Get ekki beðið eftir að lesa allar ljóna-og afríkusögurnar ykkar. Vil samt ekki lesa neinar malaríusögur.

Þetta verður æði! :)

kv. Kriz

Kristín Lilja (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur og Hlynur
Ragnhildur og Hlynur

Júlí 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband